Monday, January 13, 2003

Tölvan mín bilaði núna rétt fyrir áramót. Fékk víst vírus. Ég skil nú ekki hvað gerðist en Hregga tókst að laga þetta og núna er hún komin aftur blessunin. Árið byrjaði nú bara rólega og var maður nú ekki mikið að stressa sig svona fyrstu dagana en fljót tók hið venjubundna líf aftur við. Maður er enn saddur eftir allan jólamatinn og þarf maður ekkert að borða fyrir en á þeim næstu. Ég var spurður af vini barnabarns míns hvernig fisknum mínum braggaðist, sá sem ég endurlífgaði, ég gat nú glaður sagt að hann hefur það bara gott og er enn á lífi.