Monday, December 23, 2002

Rosalega hlakkar mig til að borða skötu í kvöld. Skötuveirsla hjá Þorgerði og þar mun ég einnig vera um jólin. Ég hlóg nú dátt þegar ég sá svipinn á börnunum þegar ég sagði með alvarlegum svip vilja línuskauta í jólagjöf, þetta var nú bara smá glens hjá mér.
Ég vill óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vonandi verða hátíðirnar ánægjulegar og þar sem ég veit nú ekki hversu duglegur maður verður að skrifa hingað þá óska ég ykkur farsældar á nýja árinu og megi Guð og hans englar vaka yfir ykkur.