Sunday, December 01, 2002

Ég var að horfa á Gísla Martein í gær. Hann er alltaf jafn skemmtilegur og ekki skemmdi fyrir að hann var að tala við Loga Bergmann. Ekki skil ég afhverju Gísli var ekki valinn sjónvarpsmaður ársins á Eddu verðlaununum. Einnig var þarna önnur manneskja Betarokk en við eigum einmitt það sameiginlegt að blogga bæði og á ég til að lesa hennar blogg af og til en ekki get ég nú sagt að ég sé voða hrifinn af því sem hún hefur frá að segja en skil vel að það höfði til yngri lesenda en mig. Kannski ég óski lesendum mínum gleðilegrar aðventu. Ég var boðinn í piparkökuveislu hjá Gerði dóttur minni, annsi voru þær nú góðar svona nýbakaðar. Fekk ég auðvitað allmargar til að taka heim. Þetta gera þær allar systurnar. Gefa manni fleiri, fleiri box af smákökum hverr jól og ekki get ég sagt að ég geti nú torgað öllu þessu einn svo þetta fer nú flest í frystinn og svo éta þær þetta sjálfar þegar þær koma í heimsókn.